Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

12.11.05

Twins, northern lights and....
Í kvöld ætla ég að gæða mér á eftirfarandi: Tortellini formaggi, með salsa al formaggio sósu og steiktum kjörsveppum.
Þessu ætla ég að skola niður með vel kældu Lindemans Bin 65 Chardonnay, 2004 , horfa á Mugison á rúv og halda svo áfram að leika mér í photoshop :)
Ég er grasekkja, alein heima með köttunum og hef það næstum því fullkomið.
Ef ég væri til í tvíriti myndi hin ég taka til og þrífa hér, en þar sem það er ekki í boði hef ég bara daufa birtu, kveiki á kertum og leyfi mér að líða vel.....
góða helgi !