Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

21.8.05

Menningarnótt....

Tók böns af myndum af flugeldasýningunni undan regnhlíf og þessi fannst mér best. Flott flugeldasýning en það byrjaði að rigna um leið og fyrsta ragettan fór á loft og kólnaði ískyggilega. Ég hefði ekki átt að vera í jólakjólnum undir þunnri regnúlpu, heldur einhverjum efnismeiri flíkum. Nú er ég að súpa seiðið af því, með bólginn háls og sírennsli úr nefi. Líður eins og litlu veiku barni sem bíður eftir að mamma fari út í búð og kaupi nýjasta hefti af Andrés Önd , því þannig gekk það fyrir sig í den , þá sjaldan ég veiktist...reyndar var það Andres And og & , því þá var ekki farið að þýða hann .