Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

8.6.05

gult
Nú er pallettið gult.... ég er í sterku litunum þessa dagana.
Hér var mikið líf og fjör í gær, Ylfa og halarófan hennar voru hér í næturgistingu á leið sinni frá Köben til Bolungavíkur , og svo birtist Garrinn sjálfur, Garðar mágur með dæturnar tvær. Hann útbjó fyrir mig fyrirtaks patent pallett sem heldur akrýllitunum blautum. Svampur, vatn, bökunarpappír og plastbox með loki er allt sem þarf - og þetta svínvirkar, alger negla !
- Þannig var nú það .....
p.s. svo er þessi líka í bígerð...
herbergið er bleikt