Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

4.4.05

Veðurathugunarstöð sörunnar...
sólskin
Þetta blasti við mér þegar ég opnaði dyrnar í morgun. Sólin að bræða snjóinn og að baða fallega-ljótu rennibrautina með geislum sínum. Þessi forláta skúlptúr sem rennibrautin er, er búinn að standa þarna í 30 ár en nú stendur til að fara að breyta þessu sameiginlega leiksvæði okkar og nágrannanna og eru af og til haldnir húsfundir um það mál en þar sem við erum upp til hópa rólegheitafólk hefur minna farið fyrir framkvæmdum enn sem komið er.
Snúður kisustrákur hoppar og skoppar um hlaðið og leikur við hvurn sinn fingur, hæstánægður með góða veðrið.
Annar strákur, doltið stærri, getur líka verið kátur, því hann á AFMÆLI í dag,....Garrinn sjálfur....
Heppinn, að vera ekki votta jehóvi því þá mætti hann ekki fagna því :)
garðar
Til Hamingju með daginn, Garðar !!!
Annars þetta: Ég er LOKSINS almennilega lent eftir ameríkuferðina- og orðin sjálfri mér lík. Byrjuð aftur að pappamassa á fullu, núna er ég að búa til stórt veisluborð fyrir pappafólkið- sýningin nálgast óðfluga, í gærmorgun vaknaði ég upp frá draumi þar sem ég hafði verið að mála myndir á striga, var með þrjár í takinu og fékk mikið kikk út úr máluninni.... hlakka til að komast í málverkið að nýju eftir sýninguna f. norðan. Gott að breyta til úr pappamassanum.
Helga sæta kíkir hér við um hádegið og ætlar að skreppa aðeins á netið. Ekki komin tenging heima hjá henni ennþá. Kæmi mér ekki á óvart að hún bloggaði smá í leiðinni :)
.....í bili.....saran.....sólarmegin.......