Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

14.2.05

Sunnudagur.....

Ég er á fótum fyrir allar aldir og hér glymur barnaefni sjónvarpsins um allt hús og tvær frænkur eru á vappi í bleikum alveg eins náttfötum. Heima hjá sér sofa þær frameftir eins og gamlir karlar en þegar þær gista hjá söru frænku , nei, þá er dagurinn byrjaður af fullum krafti klukkan hálf ÁTTA !!!! svo aumingja saran má staulast framúr hálfpartinn um miðja nótt.
Og það er Ceriosið....og barnaefnið ...og kakó og svona....kannski leynast tveir íspinnar í frystinum, þær spyrja hvort það geti verið ! og jú það getur einmitt verið :)

Horfði á fyrsta korterið af Bafta verðlaununum í gærkvöldi og komst að því að ég er ekki í tísku.
Allar konurnar voru í ljósum kjólum og með enn ljósara hörund. Eiginlega krítarhvítar á litinn og auðvitað eins og spýtur á sleikibrjóstsykri í laginu. Ég fékk svona móðurtilfinningu, eins og maður fær þegar maður sér veikt barn, og langaði mest til að pakka þeim inn í dúnsæng og hringja á læknavaktina !

Það er nú eitthvað annað en ég : geislar af mér heilbrigðið, veðurbarið andlit og svona þetta tíu aukakíló :)

Stefni að því að fara á samkomu hjá KFUM og K á Holtavegi í dag kl. 5 (hef þetta svona nákvæmt ef fleiri vildu bætast í hópinn) Þarna er Erlaperla í lofgjörðarsveitinni og Halldór Lárusson ætlar að predika, en hann er doltið lunkinn við það get ég sagt ykkur. Ég veit um tvær sem kannski ætla líka , nefnilega Helga sæta og Árný...

Heyrumst,..........Saran....sem setur inn mynd af frænkunum sem tekin var í gærkvöldi þegar þær fóru í barbí í tölvunni....
systurnar