Og það er Ceriosið....og barnaefnið ...og kakó og svona....kannski leynast tveir íspinnar í frystinum, þær spyrja hvort það geti verið ! og jú það getur einmitt verið :)
Horfði á fyrsta korterið af Bafta verðlaununum í gærkvöldi og komst að því að ég er ekki í tísku.
Allar konurnar voru í ljósum kjólum og með enn ljósara hörund. Eiginlega krítarhvítar á litinn og auðvitað eins og spýtur á sleikibrjóstsykri í laginu. Ég fékk svona móðurtilfinningu, eins og maður fær þegar maður sér veikt barn, og langaði mest til að pakka þeim inn í dúnsæng og hringja á læknavaktina !
Það er nú eitthvað annað en ég : geislar af mér heilbrigðið, veðurbarið andlit og svona þetta tíu aukakíló :)
Stefni að því að fara á samkomu hjá KFUM og K á Holtavegi í dag kl. 5 (hef þetta svona nákvæmt ef fleiri vildu bætast í hópinn) Þarna er Erlaperla í lofgjörðarsveitinni og Halldór Lárusson ætlar að predika, en hann er doltið lunkinn við það get ég sagt ykkur. Ég veit um tvær sem kannski ætla líka , nefnilega Helga sæta og Árný...
Heyrumst,..........Saran....sem setur inn mynd af frænkunum sem tekin var í gærkvöldi þegar þær fóru í barbí í tölvunni....
