Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

15.2.05

Massa dagur .......

Massakonur grunnaðar

Svona byrjaði þessi dagur hjá mér. Grunnaði pappaMassa- konurnar og Snúður var á staðnum - Hann er alltaf á staðnum !
Alltaf er maður að koma sér á óvart og ekki grunaði mig að ég ætti einhverntíma eftir að bjástra við tölvu forritun.
Eins og sjá má er blogghúsið mitt orðið bleikt að hluta til og í þessu blogghúsi dugar ekkert að smella á einn takka til að breyta, nei hér þarf að forrita ; ,≤data≥blunk//:´´*≤klink≥≥:≤∫bank≥::% Bullibull bull! Þökk sé Guði að til er fólk sem kann svona hebresku og Elín Björk er einmitt ein slík. Hún kom í neyðarútkall til mín í gær og kom mér á sporið, meira sem hún er snjöll stelpan ! Síðan þá hafa verið nokkur símtöl og sms skeyti, hún fær engan frið greyið. Og við eigum stefnumót á miðvikudag á þráðlausu kaffihúsi (nettengdu altsaa) með tölvurnar okkar og þá ætlar hún að hjálpa mér að bæta kommentakerfið ....Þannig er nú það.

Og aðeins meira um nýja blogghúsið mitt : ef þú smellir á myndirnar sem birtast hér, þá detturðu inní þetta líka fína myndaalbúm.. smellir þar á nafnið mitt : sara jóhanna og PLING ! þar eru komin þrjú albúm. Eða kannski birtast albúmin bara strax, og þá er málið að smella á forsíðu hvers og eins- og það opnast. Það skrýtna er að þarna virðist vera eitt heilmikið bloggland, myndabloggland !! Ég var ekki fyrr búin að dæla þarna inn nokkrum myndum að það voru komnar heimsóknir að skoða í lange baner !! Mestmegnis útlendingar örugglega, héðan og þaðan af hnettinum...

Já, ég hebbði nú haldið það !

Eitt enn: Hrafnhildur stjúpdóttir mín á Afmæli í dag og fær að sjálfsögðu allra bestu afmæliskveðjur úr Blogghúsi sörunnar, auk þess sem það bíður eftir henni pakki á sama stað ! Er ekki bara kjúklingklúbburinn, matur er manns gaman, málið t.d. á miðvikudagskvöld? eller hur?
Kveðjan, saran.............