Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007
31.1.06
Þarna náði ég einu sólarskoti. Rauk til með myndavélina og tók myndir af kommóðunum mínum , ljós og skuggaspilinu í þeim í þá stuttu stund sem sólin spreyjaði geislum sínum yfir okkur Reykjarvíkurbúa í gær.
Heyrði svo í kvöldfréttum útvarps að sólskin hefði aðeins mælst í rúmar 8 klukkustundir í janúar í Reykjavík. Ég fann bara hvað ég fylltist af tilhlökkun og eftirvæntingu þegar hún lét sjá sig þessa stuttu stund í gær.
Annars er allt með kyrrum kjörum í mínum ranni, ég er bara að mála og mála myndir, ekkert gerst ennþá í atvinnumálunum , enda lítið borið mig eftir því þar sem dulítið fjör hefur verið í myndasölu hjá mér undanfarið, ekki kannski allt í höfn en fólk er svona að spá og spekúlera, sumt hvert :)
Læt þetta duga að sinni, en á myndasíðunni Flickr kem ég með nýja/nýjar ljósmyndir og pælingar daglega. endilega kíkja á það með því að smella á einhverja ljósmyndina hér og smella síðan á sara johannas photostream....eða bara smella hér :Ljósmyndirnar mínar
Hér eru kettirnir mínir að hvíla sig (alltaf að því) þarna sá ég ekki hvar annar hætti og hinn byrjaði, eins og einn köttur með tvö höfuð :)