Blogg sem ég fann, það nýjasta síðan vorið 2007

13.2.05

Laugardagsmorgunn


Hér er mynd af málverkinu : Það sögðu mér fuglar....Það er laugardagsmorgunn , allt á kafi í snjó, vetur vetur vetur !!! Var á þorrablóti nr. 2 í gærkvöldi, að þessu sinni með Eyjafélaginu í heimahúsi- ljúft rólegheita kvöld enda engin eftirköst og allir sprækir. Ég er enn að reyna að boltrast um þetta nýja blogghús og spurningarnar hrannast upp svo ég get varla beðið eftir að fá Elínu Björk í heimsókn seinna í dag. Ég á líka von á tveimur ungum frænkum í heimsókn og næturgistingu. Dætur Garrans !
Hef þetta ekki lengra að sinni- þó mér finnist þetta óvenju fallegt letur á þessu bloggi . sammála?
saran........